Nýjast á Local Suðurnes

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik bætir við sig mannskap

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við þær Melissu Zornig og Guðlaugu Björt Júlíusdóttur  fyrir komandi tímabil hjá kvennaliði félagsins.

Melissa er fædd árið 1992 og er bandarískur ríkisborgari. Hún spilar sem bakvörður og þykir einkar snjöll sem slík og góður skotmaður. Melissa útskrifaðist frá University of Californaia Santa Barbara vorið 2014 þar sem hún lék við góðan orðstýr en sl. tímabil hefur Melissa leikið í Þýskalandi.

melissa-zornig keflavik kvennakarfa

Melissu Zornig er nýr leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik

Guðlaug er 19 ára og spilaði með Grindavík á síðasta tímabili. Hún er 172 cm á hæð og leikur sem framherji. Í sumar hefur Guðlaug haldið sér í góðu formi með U20 ára landslið Íslands þar sem þær ferðuðust til Danmerkur og léku á Norðurlandamótinu.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur er mjög ánægð með liðsaukann og hlakkar mikið til að vinna með Melissu og Guðlaugu á komandi tímabili, segir í tilkynningu frá kkd. Keflavíkur.