Nýjast á Local Suðurnes

Flytja Sálumessu Verdis í Hljómahöll

Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar munu flytja Sálumessu eftir Giuseppe Verdi í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ þann 22. febrúar næstkomandi. Verkið er afar sjaldan flutt hér á landi.

Á þessum tónleikum verður verkið flutt af 35 manna sinfóníuhljómsveit, 60 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda, tónlistarkennara, þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum einsöngvurum.

Stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson

Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir

Einsöngvarar:

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran

Guja Sandholt, mezzosópran

Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenor

Keith Reed, bassi

Eftir mjög vel heppnaða og fjölsótta uppfærslu Óperufélagsins Norðuróps og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á söngleiknum „Fiðlarinn á þakinu“ eftir J. Bock sem sýndur var í Stapa, Hljómahöll, haustið 2019 og þann mikla áhuga þeirra sem tóku þátt í því viðamikla verkefni og eftir vel heppnaðan flutning á „Mozart Requiem“ vorið 2022, þá hefur verið ákveðið að halda samstarfi Óperufélagsins Norðuróps og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar áfram og ráðast í flutning þessa magnaða verks, Sálumessu eftir Giuseppe Verdi.