Nýjast á Local Suðurnes

Mikil ásókn í ljósabekkina á Sunny Kef

Fjölmargir Suðurnesjamenn lögðu leið sína í rafmagnssólarljósin á sólbaðsstofunni Sunny Kef í kjölfar þess að samkomubann var rýmkað svo um munar. Hátt í hundrað einstaklingar nýttu sér bekkina í dag, að sögn eigenda stofunnar, og var afar vel hugað að fjarlægðartakmörkunum og hreinlæti.

Mikið er bókað í bekkina á morgun og næstu daga og því um að gera að bjalla í síma 568 2300 og bóka tíma, en það má einnig gera í gegnum skilaboðahnappinn á Fésbókar-síðu Sunny Kef.