Nýjast á Local Suðurnes

Þúsund manns fengu sér súpu í boði Nettó – Unnin úr hráefni sem annars væri hent

Suðurnesjafyrirtækið Nettó bauð upp á svokallaða Diskósúpu á Menningarnótt í Reykjavík, undir merkjum átaksins Minni sóun.

Verkefnið var hluti af Garðpartýi Bylgjunnar og voru þeir Nettómenn staðsettir í Hljómskálagarðinum. Tilgangurinn með verkefninu var að sýna fram á að mögulegt væri að nýta hráefni sem komið er á síðasta söludag eða útlitsgallað og færi undir öðrum kringumstæðum í ruslið þó það sé enn í fullu fjöri.

Að sögn Halls Geirs Heiðarssonar, rekstrarstjóra Nettó verslanana voru rétt um þúsund manns sem brögðuðu á súpunni í boði Nettó á Menningarnótt.