Nýjast á Local Suðurnes

Efast um að hælisleitendur beri ábyrgð á hrinu reiðhjólaþjófnaða

Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins efast um að hrina reiðhjólaþjófnaða í Reykjanesbæ tengist veru hælisleitenda á Ásbrú. Margir íbúar á Suðurnesjum hafa hins vegar greint frá því á samfélagsmiðlum að þeir hafi sótt stolin hjól til hælisleitenda.

Brynhildur segir í samtali við Morgunblaðið að fengist hafi staðfest af lögreglunni á Suðurnesjum að fjöldi kvartana hefði borist vegna hælisleitendanna á Ásbrú, þá einna helst vegna reiðhjólaþjófnaða. Brynhildur segir þó að allt sé í ljúfri löð hjá starfsmönnum Rauða krossins sem vinni á Ásbrú og allt gangi fyrir sig með venjubundnum hætti.

Þá segir Brynhildur að Rauði krossinn standi fyrir verkefni þar sem hælisleitendum er gert kleift að gera upp hjól og þar með fái þeir aðgang að hjólum.