Nýjast á Local Suðurnes

Farþegamet slegið í FLE í dag – Tafir vegna verkfalls SFR

Í dag mun fjórði milljónasti farþeginn fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er nýtt met. Það stefnir í að farþegum um flugstöðina fjölgi um 25 prósent á þessu ári.

Gríðarleg fjölgun hefur verið á farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum árum og hafa nánast allar spár um fjölgun milli ára reynst  of varkárar. Ísavía kynnti nýlega áætlanir um mikla stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á næstu fimm til sex árum, til að anna þessar miklu fjölgun.

Tafir vegna verkfalls

Fjórði milljónasti farþeginn gæti þó tafist eitthvað í flugstöðinni þar sem SFR hefur fyrirhugað verkfall frá og með miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins 15. október. Á meðal þeirra sem fara í verkfall eru landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan mun sinna landamæraeftirliti en ljóst er að færri hlið verða opin og því gætu raðir myndast við vegabréfahliðin. Athugið að þetta á einungis við um flug til og frá Bretlandi og Norður-Ameríku.