Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum bæjarstjóri vill í hafnarstjórastól

Margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu eru á meðal umsækjenda um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Má þar nefna fyrrum forstjóra Alcoa, Fiskistofustjóra, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Þá er Róbert Ragnarsson, fyrrum bæjarstjóri Voga og Grindavíkur á meðal umsækjenda, en hann hefur undanfarið starfað við eigið ráðgjafafyrirtæki sem hefur að mestu unnið fyrir sveitarfélög og stofnanir.

Hæfnisnefnd mun nú í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarferli annast viðtöl og annan undirbúning tillögugerðar til stjórnar Faxaflóahafna sf.