sudurnes.net
Fyrrum bæjarstjóri vill í hafnarstjórastól - Local Sudurnes
Margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu eru á meðal umsækjenda um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Má þar nefna fyrrum forstjóra Alcoa, Fiskistofustjóra, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þá er Róbert Ragnarsson, fyrrum bæjarstjóri Voga og Grindavíkur á meðal umsækjenda, en hann hefur undanfarið starfað við eigið ráðgjafafyrirtæki sem hefur að mestu unnið fyrir sveitarfélög og stofnanir. Hæfnisnefnd mun nú í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarferli annast viðtöl og annan undirbúning tillögugerðar til stjórnar Faxaflóahafna sf. Meira frá SuðurnesjumHeilbrigðisstofnun Suðurnesja fær falleinkunn á meðan yfirmenn maka krókinnÁkvörðunartaka um sameiningu Kölku og Sorpu komin í hendur bæjarstjórnaFyrrum bæjarstjóri vill forstjórastarfKristinn nýr framkvæmdastjóri hjá HS OrkuTómas Már nýr forstjóri HS OrkuÁsmundur: “Er ekki rasisti” – Telur ritstjóra skrifa í pólitískum tilgangiBæjarfulltrúi vill í dómsmálaráðuneytiðNettó-mótið um helgina – Biðla til fólks að leggja bílum á þar til gerðum svæðumNexis vill stuðla að bættri líðan með því að nýta vinnutíma til heilsueflingarIcelandair hyggur á tilraunaflug í Hvassahrauni