Þak á hreyfingu í Suðurnesjabæ – “Öruggast að koma því inn”

Á öðrum tímanum í nótt var Björgunarsveitin Sigurvon kölluð út vegna þaks sem var að fjúka af húsi í Suðurnesjbæ.
Þegar á staðinn var komið kom í ljós að um var að ræða heilt þak sem var að flettast af húsinu í heilu lagi. Vegna mikils vinds og hreifingar á þakinu var það niðurstaðan að öruggast væri að skafa þakjárnið af húsinu og koma því inn.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu sveitarinnar, en þar segir einnig að kallaður hafi verið út skotbómulyftari í verkið og var aðgerðum lokið um klukkan fimm í morgun.
Myndir: Facebook / Björgunarsveitin Sigurvon