Nýjast á Local Suðurnes

Býður upp á ferðir á brekkusöng þjóðhátíðar í Eyjum – “Stanslaust stuð í sólarhring!”

Ferðamógúllinn Bjarni Geir Bjarnason hefur undanfarin ár boðið upp á ferðir frá Suðurnesjum á þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgi. Um er að ræða stuttar ferðir þar sem áhersla er lögð á að söngglaðir Suðurnesjamenn (og konur) nái meðal annars að njóta þess að taka þátt í brekkusöngnum.

Að sögn Bjarna Geirs er mikil ásókn í ferðina í ár og hefur kappinn þurft að bæta við rútum til þess að anna eftirspurn, enn eru þó nokkur sæti laus í ferðina að sögn Bjarna Geirs.

“Þessar ferðir verða vinsælli með hverju árinu, en við höfum þurft að bæta við rútu til að ná að anna eftirspurninni í ár. Það skemmtileg upplifun að taka þátt í brekkusöngnum, en rútan fylgir farþegunum alla leið til Eyja og við sjáum svo um að koma fólki til baka á mánudagsmorgun. Þetta verður stanslaust stuð í tæpan sólarhring.” Segir Bjarni Geir í spjalli við Suðurnes.net.

Lagt verður af stað í ferðina þann 6. ágúst næstkomandi, en innifalið í gjaldinu, sem stillt er í hóf, er rútuferð frá Reykjanesbæ í Landeyjarhöfn, far með herjólfi og miði í dalinn. Nánari upplýsingar um ferðina er hægt að nálgast með stuttu símtali í Bjarna Geir í síma 864-1521 eða með því að skjóta tölvupósti á kallinn bgb59@simnet.is