Nýjast á Local Suðurnes

Flytja hælisleitendur á Ásbrú

Útlend­inga­stofn­un hef­ur sagt upp leigu á Víðinesi, hús­næði í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, sem stofn­un­in fékk til af­nota fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Um 50 hælisleitendum sem dvöldu í Víðinesi var komið í önnur hús, þar á meðal á Ásbrú.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net mun vel á annan tug hælisleitenda hafa verið útvegað húsnæði á gistiheimilum á Ásbrú, en sú tala fékkst þó ekki staðfest hjá Útlendingastofnun fyrir birtingu fréttarinnar. Heimildir Suðurnes.net herma einnig að um sé að ræða einhleypa einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi, en heildarfjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80 prósent fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs. Áætlar Útlendingastofnun að umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi geti farið upp fyrir 2.000 á árinu, samkvæmt Vísi.is.