Nýjast á Local Suðurnes

Meintir Suðurnesjamenn handteknir í höfuðborginni

Tveir menn um tvítugt voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur um helgnia þar sem þeir sátu að drykkju, en talið var að mennirnir væru að neyta heimabruggs.

Gátu þeir lítið sem ekkert tjáð sig vegna ástands síns, en talið er að þeir búi á Suðurnesjum, samkvæmt fréttum annara miðla af málinu. Fengu þeir að njóta gistingar í fangageymslu lögreglu þar til rennur af þeim.

Nokkrir aðrir brotamenn og konur voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en ekki var gefið upp hvar á landinu það fólk hefur búsetu.