Nýjast á Local Suðurnes

Sextíu í einangrun – Fækkar verulega í sóttkví

Alls eru 60 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni og því í einangrun á Suðurnesjasvæðinu. Þannig hefur þeim sem sæta einangrun fjölgað um fimmtán á undanförnum fjórum dögum.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 189 einstklingar séu í sóttkví á svæðinu, en þeim hefur fækkað verulega á fjórum dögum, en 426 einstaklingar voru í sóttkví á Suðurnesjum þann 16. október síðastliðinn.