Nýjast á Local Suðurnes

Búist við miklum fjölda á oddaleik – Handhafar KKÍ-korta þurfa að nálgast miða á laugardag

Vegna mikillar aðsóknar á oddaleik KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla vill KKÍ beina þeim tilmælum til handhafa KKÍ korta sem ætla sér að sækja leikinn að ná sér í miða í DHL-höllinni fyrirfram.

Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteini/boðskorta KKÍ við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á leikinn.

Miðaafhending fer fram laugardaginn 29. apríl frá kl. 12-14 í anddyri DHL-hallarinnar. Í tilkynningu KKí kemur fram að miðar verða ekki afhentir fyrir utan auglýstan tíma.