Nýjast á Local Suðurnes

Aftur til fortíðar: Myndaleikur Isavia – Sjáðu allar myndirnar!

Mynd: Nokkrir ungir Suðurnesjamenn halda á vit ævintýra - Skjáskot Isavia

Farþegafjöldi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fimmfaldast, frá því að hún var tekin í notkun fyrir um 30 árum síðan og stöðin og þeir sem um hana fara hafa tekið miklum breytingum. Í tilefni af 30 ára afmæli flugstöðvarinnar hefur Isavia óskað eftir gömlum ljósmyndum úr flugstöðinni, frá þeim tíma þegar myndir voru teknar á filmu og fatatískan var örlítið öðruvísi en hún er í dag.

Fjölmargir hafa svarað kalli Isavia, enda eru góð verðlaun í boði, í formi flugferða, fyrir þá sem senda inn skemmtilegustu myndirnar.

Isavia hefur sett upp sérstaka heimasíðu, sem finna má hér, en þar eru allar innsendar myndir birtar.