Nýjast á Local Suðurnes

Happy campers bætist í bílaleiguflóruna í Reykjanesbæ

Bílar Happy campers eru litríkir og vel útbúnir öllu því sem ferðalangar þarfnast á ferðum sínum um landið

Það bættist enn í bílaleiguflóruna í Reykjanesbæ þegar Happy campers opnuð skrifstofur sínar við Stapabraut formlega í gær. Happy campers býður viðskaptavinum sínum uppá bifreiðar sem mögulegt er að gista í, með nokkrum handtökum, og spara ferðalöngum þannig hótelkostnað.

Happy campers er elsta bílaleigan sinnar tegundar hér á landi, stofnuð árið 2009 og fagnar því sjö ára afmæli á árinu. En hversvegna Reykjanesbær?

“Við höfum mikla trú á svæðinu og hér eru miklir framtíðarmöguleikar.” Segir Herdís Jónsdóttir, sölustjóri fyrirtækisins, “Svo koma um 4 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll árlega, þannig að nálægðin spillir ekki.”

happy camp staff

Starfsfólk Happy campers er greinilega ánægt með að vera komið til Reykjanesbæjar