Eldur í kísilveri United Silicon

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að kísilveri United Silicon um klukkan fjögur í nótt, eftir að eldur kom upp í verksmiðjunni. Eldurinn logaði í trégólfum á þremur hæðum í kísilverinu og voru aðstæður til slökkvistarfs erfiðar.
Unnið var að því að slökkva eldinn, sem kom upp í ofnhúsi kísilversins, til klukkan sjö í morgun, við erfiðar aðstæður, þar sem eldurinn logaði nálægt ofni fyrirtækisins.
„Það er erfitt að eiga við þetta af því að þetta er nálægt ofninum og hár straumur þarna, þannig að þetta eru hættulegar aðstæður,“ sagði Jóni Guðlaugssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja í samtali við mbl.is fyrr í morgun.
Slökkviliðið er enn með öryggisvakt á staðnum.