Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í kísilveri United Silicon

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að kísilveri United Silicon um klukkan fjögur í nótt, eftir að eld­ur kom upp í verksmiðjunni. Eld­urinn logaði í tré­gólf­um á þrem­ur hæðum í kís­il­ver­inu og voru aðstæður til slökkvi­starfs erfiðar.

Unnið var að því að slökkva eldinn, sem kom upp í ofn­húsi kís­il­vers­ins, til klukkan sjö í morgun, við erfiðar aðstæður, þar sem eldurinn logaði nálægt ofni fyrirtækisins.

„Það er erfitt að eiga við þetta af því að þetta er ná­lægt ofn­in­um og hár straum­ur þarna, þannig að þetta eru hættu­leg­ar aðstæður,“ sagði Jóni Guðlaugs­syni, slökkviliðsstjóra Bruna­varna Suður­nesja í sam­tali við mbl.is fyrr í morg­un.

Slökkviliðið er enn með öryggisvakt á staðnum.