Nýjast á Local Suðurnes

Opinn íbúafundur um áhrif framkvæmda við flugbrautir – Kynna niðurstöður hljóðmælinga

Isavia heldur opinn íbúafund í Bíósal Duus Safnahúsa 17. maí kl. 17:00 þar sem farið verður yfir framkvæmdir við flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar í sumar. Ljóst er að framkvæmdirnar munu hafa áhrif á flugumferð og hljóðvist.
Kynntar verða niðurstöður hljóðmælinga og vefur sem opinn er almenningi og sýnir flugumferð á rauntíma.

Frummælendur á fundinum eru:

– Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
– Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar
– Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar
– Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar