Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær mótar stefnu um notkun samfélagsmiðla

Reykjanesbær vinnur nú að mótun stefnu í notkun samfélagsmiðla, en bæjarráð ræddi erindið á fundi sínum í dag. Stefnan verður kynnt fljótlega og segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri á samfélagsmiðlinum Facebook að þetta sé meðal annars gert til að bæta tilvist sveitarfélagsins á samfélagsmiðlunum.

Þá segir Kjartan Már að á meðan þessi vinna sé í gangi beri að líta á svör starfsmann við fyrirspurnum á samfélagsmiðlunum sem þeirra eigin skoðanir. Í framtíðinni munu einhverjir starfsmenn fá það hlutverk að svara spurningum og taka við ábendingum fyrir sveitarfélagið á samfélagsmiðlum.

“Til þess að bæta tilvist Reykjanesbæjar á samfélagsmiðlum höfum við hafið vinnu við mótun stefnu og gerð verklagsreglna um hverju, hver og hvernig Reykjanesbær svarar fyrirspurnum og ábendingum. Á meðan sú vinna er í gangi ber að líta á svör og viðbrögð starfsmanna sem þeirra eigin en ekki sveitarfélagsins. Það er ekki hluti af vinnuskyldu starfsmanna almennt að svara á samfélagsmiðlum en líklegt að einhverjir tilteknir fái það verkefni þegar stefnan og vinnureglurnar liggja fyrir, eftir vonandi ekki alltof langan tíma.” Segir Kjartan Már.