Nýjast á Local Suðurnes

geoSilica og Fida Abu Libdeh tilnefnd til Nordic Startup Awards

Sprotafyrirtækið geoSilica og stofnandi þess, Fida Abu Libdeh, eru tilnefnd til Nordic Startup Awards. Fyrirtækið í flokki “Best bootstrapped” og Fida sem “Founder of the year”.

geoSilica var stofnað af Fidu og Burkna Pálssyni árið 2012 í framhaldi af lokaverkefnum þeirra í orku- og umhverfistæknifræði við Tækniskóla Keilis. Fyrirtækið hefur það markmið að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi.

Opnað hefur verið fyrir netkosningu Nordic Startup Awards og er hægt að kjósa með því að smella hér.