Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík tapaði gegn botnliðinu – Komnir í botnbaráttuna

Njarðvíkingar töpuðu mikilvægum stigum og komu sér í botnbaráttu annarar deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tapaði gegn botnliði KF 1-0 á heimavelli þeirra síðarnefndu.

Það var sjálfsmark Brynjars Gauta Fjelsted á 15. mínútu leiksins sem skildi liðin að. KF-menn léku manni færri frá 39. mínútu þega leikmaður þeirra fékk að líta rauðaspjaldið. Njarðvíkingar fengu sömuleiðis eitt slíkt um miðjan síðari hálfleik þegar Brynjar Freyr Garðarsson var sendur í sturtu.

Eftir tapið eru Njarðvíkingar komnir á fullt í botnbaráttuna en liðið er sem stendur þremur stigum frá fallsæti.