Nýjast á Local Suðurnes

Sigga Ey er fjölhæf – Er Íslandsmeistari í skotfimi og komst áfram í Ísland got talent

Sigga Ey tók þátt í Ísland got talent - Mynd: Rúv

Sigríður Eydís Gísladóttir, eða Sigga Ey eins og hún kýs að kalla sig þegar hún stígur á svið rappaði sig áfram í gegnum fyrsta þátt Ísland got talent í gærkvöldi. Suðurnesjakórinn Vox Felix þótti einnig standa sig með ágætum og komst áfram í keppninni.

Sigríður er ekki ókunnug rappinu því árið 2014 tók hún þátt í Rímnaflæði, rappkeppni Samfés, og bar sigur úr býtum. Að auki er hún afbragðs skytta en í fyrra var hún valin skotkona Reykjanesbæjar eftir að hún varð Íslandsmeistari með loftriffli í sínum flokki.

Athyglisvert: Ertu hrifin(n) af sjávarréttum – Fullt af flottum uppskriftum

Sigríður stundar nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja þar sem hún er á almennri listabraut. Að námi loknu stefnir hún að því að verða húðflúrari en það einsetti hún sér fyrir rúmum fjórum árum síðan, segir í frétt Vísis.is en þar er einnig að finna myndband af frammistöðu Siggu Ey í þættinum

„Ef það skyldi fara svo að ég standi uppi sem sigurvegari í Ísland Got Talent myndi ég vilja gefa eins mikið af mér og ég get til samfélagsins. Það væri alls ekki svo að allt verðlaunaféð færi í mig. Ég myndi vilja hjálpa öðrum,“ segir hún við Vísi.is