Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk unnin á Víkingaheimum – Biðla til foreldra að ræða við börn sín

Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á byggingu Víkingaheima á Fitjum í Njarðvík, en samkvæmt stöðufærslu og myndum sem birtar eru í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Viðburðir, tilboð og tilkynningar virðist sem unglingar séu að verki.

Í færslunni segir að enn sem komið séu skemmdirnar bundnar við klæðningu hússins, sem prýtt er stórum rúðum. Þá er biðlað til foreldra að ræða við börn sín og útskýra fyrir þeim að athæfið sé að valda miklu tjóni.