Nýjast á Local Suðurnes

Harður árekstur á hættulegum gatnamótum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum á Ásbrú í morgun.

Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsli. Ökumaður sem beið á stöðvunarskildu mun hafa blindast af sólinni og ekki séð bíl sem kom akandi þvert á götuna.

Frá þessu var greint á Vísi.is og fram kom í spjalli blaðamanns miðilsins við varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja að umrædd gatnamót teljist hættuleg.