Nýjast á Local Suðurnes

Besti leikmaður Reynis genginn til liðs við Víði

Arnór Smári Friðriksson er genginn í raðir Víðismanna, en hann skrifaði undir hjá 2. deildar liðinu á dögunum.

Arnór Smári, sem er 21 árs, kemur frá Keflavík, en hann lék sem lánsmaður með Reyni Sandgerði síðasta sumar. Þar var hann valinn bæði efnilegasti leikmaður félagsins á tímabilinu og sá besti.