Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut í hádeginu í dag.

Áreksturinn varð með þeim hætti að flutningabíl var ekið aftan á vegamerkingabíl sem var að störfum við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut að Innri-Njarðvík. Einn ökumaður var í hvorum bíl og hafa þeir báðir verið fluttir á slysadeild.

Vegurinn er lokaður samkvæmt tilkynningu á vef Vegagerðarinnar en hjáleið er um Stapabraut og Njarðarbraut.