Nýjast á Local Suðurnes

Sara sjötta í Miami

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tók þátt í Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi og landaði sjötta sætinu í einstaklingskeppni mótsins.

Sara, sem hefur lítið keppt undanfarið vegna meiðsla, nældi sér í fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar fyrir sjötta sætið.