Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara þriðja í Miami – Myndband!

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í þriðja sæti á sterku crossfit-móti sem fram fór í Miami í Bandaríkjunum um helgina. Fyrsta sætið á mótinu gaf keppnisrétt á heimsleikana sem fram fara í sumar.

Sara var megnið af keppninni í fjórða sætinu en góður árangur í tveimur síðustu greinunum skilaði henni þriðja sætinu.

Myndband sem sýnir Ragnheiði Söru hvetja annan keppanda í mótinu, Chelsea Ann Nicholas, hefur fengið flott viðbrögð á samfélagsmiðlum, en um 100 þúsund manns hafa horft á myndbandið. Chelsea Ann sá ástæðu til að þakka Söru fyrir hvatningarorðin í spjalli á Facebook-síðu The CrossFit Games sem gerði mótinu góð skil.