Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá hörku Eista

Körfuknatt­leiks­deild Grinda­vík­ur hef­ur samið við Eist­ann Joon­as Jarvelain­en fyr­ir kom­andi keppn­is­tíma­bil. Jarverlain­en er 202 sentí­metr­ar og get­ur leyst stöðu miðherja og fram­herja. 

Jarvelain­en á að baki nokkuð far­sæl­an fer­il í heimalandi sínu og þá hef­ur hann einnig leikið í Bretlandi. Leikmaður­inn lék með Tal Tech í eist­nesku úr­vals­deild­inni á síðustu leiktíð og var með 18,35 stig að meðaltali í leik.