Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbæ ber að afhenda samninga við Thorsil

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Reykjanesbæ beri að afhenda þrjá samninga Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar við Thorsil ehf. Reykjanesbær hafnaði því að afhenda samningana þrjá sem gerðir voru við fyrirtækið í lok árs 2013 og í apríl og maí 2014, þar sem Thorsil heimilaði ekki afhendinguna á þeim grundvelli að fyrirtækið taldi þá varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni . Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Samningarnir sem um ræðir og skulu afhentir eru; „Samningur um leyfisveitingar og gjaldtöku vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils ehf.“, dags. 13. maí 2014, „Samkomulag um skilmála fyrir lóðarleigusamning á milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf.“, dags. 21. október 2013 auk viðhengis 1 við samninginn og „Lóðar- og hafnarsamning milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf.“ dags. 11. apríl 2014, ásamt viðaukum.

Úrskurð nefndarinnar í heild sinni má finna hér.