Nýjast á Local Suðurnes

Keppast við að birta myndir af skólamat í vinsældum Facebook-hóp

Foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum sem bjóða upp á mat frá Suðurnesjafyrirtækinu Skólamat ehf. hafa verið duglegir við að birta myndir af skólamáltíðum barna sinna á veraldarvefnum í dag, meðal annars í einum stærsta hóp matgæðinga á Facebook, Matartips.

Í umræðum í hópnum eru þó flestir á því að sýna fyrirtækinu skilning, en álag vegna hertra sóttvarnaraðgerða mun vera ástæða mistaka við framleiðslu sem urðu þess valdandi að skammtar voru frekar rýrari en venjan er.

Fyrirtækið baðst afsökunar á mistökunum á Facebook-síðu sinni um hádegisbil í dag.

Mynd: Skjáskot Facebook
Mynd: Skjáskot Facebook