Fjöldi viðbragðsaðila kemur að aðgerðum í Njarðvík

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og er á leiðinni á vettvang á iðnaðarsvæði við Bakkastíg í Njarðvík þar sem gamalt sprengiefni fannst á iðnaðarsvæði um klukkan 15 í dag.
Auk gæslunnar og lögreglu koma björgunarsveitirnar á Suðurnesjum að aðgerðum, en stóru svæði hefur verið lokað í kringum vettvanginn.
Þá þurfa íbúar við Þórustig og Bakkastíg að hafa yfirgefið hús sín fyrir klukkan 16 og þar til lögregla tilkynnir að óhætt sé að snúa aftur.