Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík lagði Keflavík í bikarnum

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Njarðvíkingar lögðu Keflvíkinga að velli á heimavelli þeirra síðarnefndu, Nettóvellinum, í kvöld í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattsspyrnu. Njarðvíkingar eru því komnir í átta liða úrslitin í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Kenneth Hogg skoraði sigurmarkið á annari mínútu framlengingar, en markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Hogg var staðsettur vel utan teigs þegar hann lét vaða og sveif boltinn yfir Sindra og í hornið fjær.