Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjabloggari gagnrýnir skyndibitasala – Kílóið af papríku á 25.000 kall

Suðurnesjabúinn Ívar Gunnarsson heldur úti áhugaverðu vídeóbloggi á Youtube-síðu sinni, en þar fer kappinn um víðan völl og ræðir hin ýmsu málefni á skemmtilegan máta.

Bloggarinn hefur meðal annars látið skyndibitamat sig varða, rætt um verðlagningu á papríku á Dominos-pizzum, hvar kílóverðið á papríku mun vera um 25.000 krónur og borið saman roastbeef samlokur á afar einlægan og skemmtilegan hátt svo eitthvað sé nefnt.

Hér fyrir neðan má sjá blogg kappans um hátt verð á papríkum á Dominos-pizzum og samlokur, en á þriðja tug myndbanda má nálgast á Youtubesvæði Ívars.