Nýjast á Local Suðurnes

Samþykktu kaup á húsnæði Keilis

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarlögmanni að undirbúa gerð samnings um kaup Reykjanesbæjar á hlut í fasteignafélagi Keilis með fyrirvara um samþykki Kadeco og sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo tryggja megi sjálfbærni skólans til framtíðar.

Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við menningar- og menntamálaráðuneyti liggi fyrir. Þegar samningur liggur fyrir þá skal hann lagður fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarráðsmaður og framkvæmdastjóri Keilis, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.