Nýjast á Local Suðurnes

Fríar sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni í Grindavík

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar hefjast næstkomandi föstudag, 19. febrúar og verða frá kl. 16.30-17.30.

Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum.

Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér þetta glæsilega íþróttatilboð undir handsleiðslu reynds þjálfara, segir í tilkynningu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Fjölmargir einstaklingar úr röðum fatlaðra sundmanna hafa borið hróður Íslands víða í alþjóðlegum keppnum á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og marga fleiri.

Nánari upplýsingar um æfingarnar má nálgast hjá Magnúsi í síma 660-8809 eða á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra á if@ifsport.is og í síma 5144080.