Nýjast á Local Suðurnes

Stærstu bankar heims nota AwareGo – Notendur nálgast milljón

Skjáskot úr myndbandi fyrirtækisins

Tölvuöryggisfyrirtækið AwareGo, sem staðsett er á Ásbrú, hefur gert gagnkvæman sölusamning við The Security Awareness Company í Bandaríkjunum, fyrirtækið er það stærsta og þekktasta í sínum geira í heiminum í dag. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

Notendur AwareGo nálgast eina milljón út um allan heim en stærstu viðskiptavinirnir eru GE, Barclays og Credit Suisse, sem eru í hópi stærstu banka heims í dag. Ragnar segir í samtali við Markaðinn að næsta skref hjá fyrirtækinu verði að gera vöruna skalanlegri. Það þýðir að útbúa hana til þess að hægt sé að selja hana á internetinu í stað þess að fyrirtækið verði að afgreiða hverja einustu pöntun. Með því verði auðveldara að afgreiða minni og meðalstór fyrirtæki.