Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane til reynslu hjá Kristianstad – Skoraði 22 mörk í 16 leikjum í sumar

Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Keflavíkur í knattspyrnu, heldur til Svíþjóðar þar sem hún verður á reynslu hjá Kristianstad í eina viku. Með Sveindísi í för verða þjálfarar hennar hjá Keflavík, þeir Gunnar Magnús Jónsson og Haukur Benediktsson.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá, en þessi 15 ára gamli leikmaður fór á kostum með liði Keflavíkur í 1. deildinni á nýliðnu tímabili, skoraði 22 mörk í 16 leikjum í 1. deild kvenna í sumar, en hún er einn efnilegasti leikmaður landsins.