Nýjast á Local Suðurnes

Tækniklasi Suðurnesja – Opinn stofnfundur á Ásbrú á fimmtudag

Stofnfundur Tækniklasa Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 22. október næstkomandi á Ásbrú. Markmiðið með stofnun Klasans er að tengja saman þá aðila sem annað hvort starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni ásamt því að skapa grundvöll fyrir nýsköpun og vexti greinarinnar á svæðinu. Klasinn er stofnaður í samstarfi við Keili og er öllum opinn.

Dagskrá fundarins er farin að skýrast, en hún lítur svona út:

1. Fundur settur.
2. Ávarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur.
3. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, segir frá reynslunni af stofnun og þróun klasans.
4. Tækniklasi Suðurnesja stofnaður.
5. Annað.

Fundurinn verður haldinn á Grænásbraut 506 og er eins og áður segir öllum opinn – Nánari upplýsingar má finna hér.