Flughótel verður Park Inn by Radison Reykjavik Keflavik Airport
Frá og með morgundeginum, 8. desember, verður Flughótelið í Reykjanesbæ rekið undir heitinu Park Inn by Radisson Reykjavik Keflavik Airport.
Miklir möguleikar sem felast í þeirri miklu áherslu sem Park Inn by Radisson leggur á rekstur flugvallarhótela eru helsta ástæða breytinganna sem ganga í gegn á Flughótelinu í Reykjanesbæ á morgun. Keðjan sem er rekina af hótelrisanum Carlson Rezidor rekur nú þegar hótel við alla helstu millilandaflugvelli í Evrópu, segir í tilkynningu frá hótelinu.