Nýjast á Local Suðurnes

Vildi frekar kúra en ræða við lögreglumenn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði yfir hátíðirnar af­skifti af nokkr­um öku­mönn­um vegna gruns um ölv­un við akst­ur. Einn þeirra, sem reynd­ist veru­lega ölvaður, hafði ekið í gegn­um grind­verk í Kefla­vík áður en lög­regla tók hann úr um­ferð. Þetta kemur fram á vef mbl.is

Ann­ar, sem stöðvaður var á Þóru­stíg, reynd­ist vera svo ölvaður að hann hélt ekki jafn­vægi og dottaði öðru hvoru í viðræðum við lög­reglu­menn í lög­reglu­bif­reið. Hann var að auki svipt­ur öku­rétt­ind­um.