Bílfarmar af eldislaxi á leið í pökkun – Vegfarendur sýni aðgát

Umferð vöruflutningabíla og lyftara mun aukast töluvert í kringum Hafnargötu 18, vinnsluhús Vísis hf. í Grindavík, næstu vikur þar sem fyrirtækið hefur tekið að sér nýtt verkefni við pökkun á eldislaxi, en vegna þess mun aukinn umferðarþungi liggja um vinnsluhúsið.
Áætlað er að verkefnið muni taka fjórar til sex vikur samkvæmt vef Grindavíkurbæjar. Vinnsluhúsið staðsett á Hafnargötu 18, á milli Ránargötu og Seljabótar austan við saltfiskvinnslu Vísis. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi á svæðinu.