Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið fær langmest út úr ferðatékkanum

Alls hafa tæplega 131,5 milljónir króna, af ferðastyrk stjórnvalda verið nýttar frá 18. júní til 13. júlí. Þar af hefur tæplega sex milljónum króna verið varið á Suðurnesjum. Langmest af ferðagjöfinni er nýtt á höfuðborgarsvæðinu, en þangað hafa 52 milljónir króna runnið.

Suðurnesin eru neðarlega á lista þeirra sem nýta ferðagjöfina, en á fyrrnendu tímabili hafði um átta milljónum króna verið veitt til Suðurnesja. Langstærstur hluti þeirrar upphæðar rennur í vasa Bláa lónsins eða tæplega sex milljónir króna.

Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast um Suður- og Austurland ef marka má notkun ferðatékkans, en hvort landssvæði hefur fengið um 19 milljónir króna frá ferðaglöðum landanum.