Nýjast á Local Suðurnes

Ragnar hefur skemmt fólki á Facebook í sjö ár – Myndband!

Hafnfirðingurinn og yfirvélstjórinn Ragnar Rúnar Þorgeirsson hefur verið duglegur við að stytta fólki stundir á samfélagsmiðlinum Facebook, með hnyttnum myndböndum og sögum – Ragnar setti upp síðuna Brandarahornið í þessum tilgangi fyrir sjö árum síðan, auk þess sem hann sagði skilið við bakkus á sama tíma. Ragnar og fagnaði báðum áföngum með því að birta á ný fyrsta myndabandið sem hann setti á vefinn.

Ragnar hefur á þessum sjö árum nælt sér í vel á sjöunda þúsund fylgjendur á Facebook, enda er kappinn óvenju duglegur að við að skella inn skemmtilegu efni.

Það er óhætt að mæla með því við fólk að láta sér líka við Brandarahorn Ragnars Rúnars, en hér fyrir neðan má sjá fyrsta brandarann sem fór í loftið fyrir sjö árum síðan.