Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmennt í vöfflukaffi – Slapp við að borða allar vöfflurnar sjálfur og fór svangur heim

Vöfflukaffiauglýsing Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga og hefur verið hrósað af ýmsum þekktum einstaklingum á veraldarvefnum, en Egill Helgason, Líf Magneudóttir og Stefán Pálsson eru á meðal þeirra sem tjáðu sig um auglýsinguna góðu.

Auglýsingin er einföld og án efa ein skemmtilegasta kosningaauglýsing síðari tíma, sem sýnir frambjóðanda flokksins, Jóhann Friðrik, sem skipar fjórða sæti í Suðurkjördæmi, haldandi á disk smekkfullum af vöfflum. „Komdu í vöfflukaffi á föstudaginn 13. okt, kl. 16.00. Annars þarf ég að borað allar vöfflurnar sjálfur!,“ segir í texta auglýsingarinnar.

Jóhann Friðrik fylgdi auglýsingunni eftir á samfélagsmiðlunum í dag og sagði frá því að þar sem mikill fjöldi fólks hafi mætt í Vöfflukaffið hafi hann sloppið við að borða allar vöfflurnar sjálfur og farið svangur heim.