Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni spyr: Má tjá sig um allt á DV.is – Nema kannski Svein Andra?

Þú þarft ekki að hanga úti í 2 sólarhringa eftir föstudagspistlinum og hann er alveg priceless

Elskulegu börnin á Seiðisfirði voru ekki bara í sykursjokki eftir öskudaginn, heldur með niðurgang og ælu eftir að Íslensk dreifing hugsaði sér heitt til glóðarinnar og seldi bæjarfélaginu gotterí sem var á síðasta söludegi fyrir 10 árum. Fulltrúar Íslenskrar dreifingar taka hroknn á þetta og líta svo á að það er algjör óþarfi að ræða málið eitthvað frekar við fjölmiðla. Eitthver yrðu lætin ef vörur sem runnu út fyrir heilum áratug væru ennþá í hillum verslana, ég vona að Íslensk dreifing sjái Seiðisfirði fyrir fríu gotteríi á öskudaginn a næsta ári, eða kannski er öruggara að beina viðskiptum sínum annað.

Árni Árna

Árni Árna

Íslendingur steig fram í vikunni og viðurkenndi sjálfsfróun í vefmyndavél í svokölluðu netkynlífi við erlenda konu sem addaði honum á facebook. Það er nú svo að fjöldi vinabeiðna berast í hverjum mánuði frá konum á facebook sem allar þykjast vera að leita af ástinni. Þar sem ég er blessunarlega laus við allann áhuga á konum hef ég haft vit á því að eyða þessum beiðnum. En ég fagna því að þessi einstaklingur opni sig um málið þar sem athöfnin var tekin upp og hann kúgaður og hótað að senda myndbandið á vini hans á facebook. Það er engin tíl í að Soffía gamla frænka fái slíkt í innhólfið hjá sér, tala nú ekki um ömmu gömlu. Þetta er víti til varnaðar og ágæt forvörn þar sem margir falla í þá gryfju að stunda ýmsar athafnir á netinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrir í vikunni svokallaða bleikan skatt. Verslanir leyfa sér að selja vörur sem ætlaðar eru konum á mun hærra verði en þær sem ætlaðar eru karlmönnum. Við karlmenn erum víst erfiðari í taumi þegar kemur að verslunarferðum, margir nenna ekki í búðir nema í illri nauðsyn. Þess vegna leyfa verslanir sér að smyrja meira á konudótið. Í þættinum Íslandi í dag voru tekin nokkur dæmi, þar á meðal snjóbuxur, bleikar og svartar. Bleiku voru rúmlega 2.000 kr. dýrari en svörtu. Ég hvet fólk til að vera á varðbergi og láta ekki bjóða sér kynjaskipt verðlag í verslunum.

Dv.is elskar að hrista upp í samfélaginu með æsifréttamennsku og ég eins og margir aðrir koma nú við á síðunni, bara til fylgjast með. Þetta er eins og með Bold & Beautiful það viðurkennir engin að vera að horfa en vita allir hver Brooke og Taylor eru. En það sem versta er við dv.is er hversu orðljótt fólk getur orðið í athugasemdum og oft látið vaða sem aldrei yrði sagt auglitis til auglitis. Það sem kemur mér samt á óvart að dv.is birti frétt um Svein Andra hæstaréttarlögmann þar sem greint er frá samskiptum hans við stúlkur undir lögaldri. Þessi stjörnulögfræðingur virðist yfir lögin hafin, en svo einkennilega vill til að dv.is þorir ekki að leyfa athugasemdir við fréttina. Hvað veldur því ? hverjum er verið að hlífa ? Þjóðin má tjá sig um allt og ekkert inn á dv.is, nema Svein Andra.

„Já já á ég ekki bara að snúa mér að öðru“ hugsaði Katrín Júl þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún sjá síðustu skoðunarkönnun. Katrín gaf út yfirlýsingu þess efnis í vikunni að hún hefur sett á sig björgunarvestið og stekkur frá sökkvandi skipi fyrir næstu kosningar. Katrín hefur verið á þingi í 14 ár þegar hún lætur af þingmennsku. Það er að vísu bara ágætur tími og gott þegar þingmenn líta ekki svo á að þeir séu æviráðnir, en hvernig var þetta í Titanic, stóðu ekki skipstjórinn og stýrimaðurinn í brúnni og fóru niður með skipinu ?

Hvernig er hægt að þræta fyrir að hér sé góður hagvöxtur og kaupmáttur eins og fallegt rósabeð í miðjum júlí – þegar íslendingar bíða í 2 sólarhringa í röð fyrir utan verslunina Húrra til að kaupa forljóta íþróttaskó? Kanye West hannaði skóparið sem framleitt er í takmörkuðu magni og kostar 34.000 kr. Sumir komu sér fyrir í tjöldum í röðinni en þar voru líka ungir snáðar á Range Rover og biðu átekta og pollrólegir, enda á launum fyrir einhvern sem nennti ekki í röðina. Já þetta er víst eins og að kaupa hlutabréf – skórnir munu bara hækka og hækka í verði – erum við alveg að verða galin eða getur í alvöru skópar skilað manni arði ?

Góða helgi