Nýjast á Local Suðurnes

Ferskir vindar hlutu viðurkenningu á Eyrarrósinni 2016

Fjölmargir listamenn koma að listahátíðinni Ferskir Vindar

Listahátíðin Ferskir vindar sem haldin er annað ár hvert í Garði var tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár, hátíðin náði ekki að hreppa aðalverðlaunin að þessu sinni en fékk þó afhenta viðurkenningu við verðlaunaafhendinguna. Ferskir vindar fengu að launum 300 þúsund króna styrk og flugferðir með Flugfélagi Íslands.

eyjarrosin ferskir vindar

Mireya Samper, stjórnandi Ferskra vinda tók við viðurkenningu. Mynd: Olivier Rossetti

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar  og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.