Nýjast á Local Suðurnes

Uppboð á reiðhjólum hjá lögreglu

Uppboð á reiðhjólum í vörslu lögreglunnar á Suðurnesjum verður haldið mánudaginn 29. júní næstkomandi klukkan 13 við lögreglustöðina á Hringbraut. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook, eins og sjá má hér fyrir neðan, Tekið er sérstaklega fram að ekki sé mögulegt að greiða fyrir keypt hjól með kortum.