Nýjast á Local Suðurnes

Aukning í beiðnum um fjárhagsaðstoð ekki tengd Covid 19

Umsóknum um fjárhagsaðstoð fjölgar á milli mánaða og á milli ára hjá Reykjanesbæ auk þess sem aukning hefur orðið í ráðgjafaviðtölum þar sem íbúar eru meðal annars að afla upplýsinga um félagsleg réttindi sín og stöðu.

Aukning á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins er þó ekki enn beint tengd Covid-19, eftir því sem fram kemur í fundargerð neyðarstjórnar sveitarfélagsins.

Verið er að vinna úr þeim aðgerðum sem ríkið hefur kynnt og snúa að stuðningi við sveitarfélög, þ.m.t. velferðarþjónustu sveitarfélaga, til stuðnings viðkvæmra hópa.