Nýjast á Local Suðurnes

Handteknir á salerni fyrir fatlaða

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið meintan fíkniefnasala sem staddur var á dansleik í umdæminu. Það hafði vakið athygli lögreglumanna að þrír karlmenn fóru saman inn á salerni fyrir fatlaða og þegar lögregla hugðist ræða við mennina kastaði einn þeirra pakkningu í ruslafötu. Pakkningin reyndist innihalda meint kókaín.

Þá var fengin heimild til að leita í bifreið annars af þremenningunum, sem var grunaður um sölu fíkniefna,  og þar reyndist vera allnokkurt magn af meintu kókaíni, lítilræði af meintu MDMA og kannabis, svo og meint stinningarlyf. Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð.